Kaldi Potturinn

Með Mumma

Sjónvarpsþáttur sem fjallar um fólk eins og þig og mig og alla hina. Þættirnir eru allir opnir hér á tyr.is og hljóðrásin á Spotify.

Spjallið

35. Þáttur. Valgeir Skagfjörð

35. Þáttur. Valgeir Skagfjörð

“Ég held að það sé aldrei neinn endir því endir er alltaf upphaf einhvers nýs” segir Valgeir Skagfjörð, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Valgeir er fjölhæfur listamaður, hann er til að mynda bæði leikari og leikstjóri en einnig rithöfundur, tónlistarmaður og markþjálfi. Hann segist kunna mjög vel að vera í krísu því þannig ástand hafi mótað hann sem einstakling frá barnsaldri en hann hafi lært að takast á við það á uppbyggjandi hátt og í dag nýtur hann hvers dags til fullnustu…

34. Þáttur. Þorgrímur Þráinsson

34. Þáttur. Þorgrímur Þráinsson

Bókaskrif hafa aldrei verið hans aðalstarf en hann hefur engu að síður skrifað 44 bækur á kvöldin og um helgar og gefið þær allar út. Tvisvar hefur hann fengið íslensku barna-bókaverðlaunin en segist samt enn eiga eftir að skrifa bestu verkin sín. Rithöfundurinn, fyrrum knattspyrnumaðurinn og blaðamaðurinn Þorgrímur Þráinsson er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Þorgrímur er einnig afar vinsæll fyrirlesari og hefur meðal annars haldið fjölda fyrirlestra fyrir ungmenni…

33. Þáttur. Finnur Ricart Andrason

33. Þáttur. Finnur Ricart Andrason

Finnur Ricart Andrason, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins er þekktur sem einn af sterku röddum ungu kynslóðarinnar sem hafa tekið afgerandi stöðu með náttúru- og loftslagsvernd síðustu árin. Þó Finnur sé aðeins ríflega tvítugur hefur hann nú þegar látið til sín taka á vettvangi umhverfis- og loftslagsmála hérlendis og erlendis. Hann er forseti Ungra Umhverfissinna og hefur, ásamt félögum sínum þar, hrist talsvert upp í íslenskri pólitík með því að vera stöðugt með…