Kaldi Potturinn

Spjallið sem þú vilt ekki missa af

Kaldi Potturinn er spjallþáttur þar sem Mummi fær til sín á sviðið heima allskonar fólk úr öllum kimum samfélagsins, með fjölbreytta lífsreynslu, djúpa sýn á tilveruna og sterkar skoðanir á lífinu. Fólk sem fer sínar eigin leiðir. Mummi hefur sjálfur sterkar skoðanir og óhræddur við að tjá sig um hvað sem er, svo allt fær að flakka á sviðinu. Kaldi Potturinn hefur ekkert að fela.

Spjallið

33. Þáttur. Finnur Ricart Andrason

33. Þáttur. Finnur Ricart Andrason

Finnur Ricart Andrason, viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins er þekktur sem einn af sterku röddum ungu kynslóðarinnar sem hafa tekið afgerandi stöðu með náttúru- og loftslagsvernd síðustu árin. Þó Finnur sé aðeins ríflega tvítugur hefur hann nú þegar látið til sín taka á vettvangi umhverfis- og loftslagsmála hérlendis og erlendis. Hann er forseti Ungra Umhverfissinna og hefur, ásamt félögum sínum þar, hrist talsvert upp í íslenskri pólitík með því að vera stöðugt með…

32. Þáttur. Ástþór Magnússon

32. Þáttur. Ástþór Magnússon

Hann er langt á undan sinni samtíð; frumkvöðull og friðarsinni sem vill gera heiminn að miklu betri stað og beita embætti forseta Íslands til þess. Ég vil sjá Ísland verða land friðarsins segir Ástþór Magnússon viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Í þættinum fara þeir Mummi í gegnum ævintýralegt lífshlaup Ástþórs og rifja meðal annars upp hvernig hann komst sem fréttaljósmyndari Sunday Times til Vestmannaeyja á meðan gosið stóð sem hæst, hvernig útsendari Thatcher stjórnarinnar í Bretlandi hafði…

31. Þáttur. Erla Ruth Harðardóttir

31. Þáttur. Erla Ruth Harðardóttir

Erla Ruth Harðardóttir leikkona með meiru og leiðsögumaður er viðmælandi Mumma í nýjasta þætti Kalda Pottsins. Erla Ruth lærði leiklist á sínum tíma í London og starfaði við leikhús og kvikmyndaleik um árabil en stofnaði síðar skóla fyrir börn þar sem hún kenndi söng og leiklist í 24 ár. Síðustu árin hefur hún lagt leiðsögn ferðamanna fyrir sig og rekur í dag sitt eigið leiðsögufyrirtæki. Hún er samt enn að leika í sjónvarpsseríum þegar tækifærin bjóðast og er mjög sátt við lífið eins og það hefur raða sér…

Gamla Borg þinghús

Gamla Borg þinghús

Saga Gömlu Borgar er mjög athyglisverð. Húsið var teiknað af Þorleifi Eyjólfssyni og er eina...

Týr Hugverk

Týr Hugverk

Mummi er hugmyndaríkur gaur sem þrífst best í skapandi umhverfi. Hann hefur elskað myndformið frá...

BLOGGIÐ